top of page

Ritstjórinn

Updated: Feb 6

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og ritstjóri Þoku skrifar


Góðir farþegar, það er ritstjórinn sem talar. Ég afrekaði á árinu sem leið að mæta á tvö þing hjá Sameinuðu Þjóðunum, COP. Á þeim báðum stóðu félagasamtök að því daglega að gefa út fréttabréf með aðsendum greinum sem endurspegluðu líðandi stund. Það var

eitthvað svo notalegt þegar ég var búin að opna yfir fjörutíu glugga af lesefni í tölvunni, að loka henni og setjast niður með blað dagsins.


Það er einmitt tilgangurinn með Þoku. Nafnið endurspeglar ófyrirsjáanleika framtíðarinnar. Fréttabréfið er vettvangur fyrir aðsendar greinar um líðandi stund

sem tala beint inn í hjarta umhverfishreyfingarinnar á Íslandi. Tilvalið að leggja símann og tölvuna til hliðar og lesa. Lagt er upp með að gefa Þoku út einu sinni í mánuði, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar til þess að lesa yfir grænum drykk.*


Á meðan líffræðileg fjölbreytni heldur áfram að hnigna og loftslagið hlýnar þá ýtir það undir félagslegar áskoranir, því sveiflur í þessum fasta tilveru okkar gera það að verkum að aðrir hlutir sveiflast með. Til dæmis fer uppskera forgörðum og fólk neyðist til þess að flýja heimkynni sín. Það getur þá verið vegna hamfara eða efnahagslegs óstöðugleika. Allt hefur þetta áhrif á okkur á Íslandi þar sem fólk bæði leitar hingað frá löndum þar sem ekki er hægt að búa og virðiskeðjur sem við stólum á sveiflast með, sem enn eykur á félagslegar áskoranir. Við sjáum þetta gerast um allan heim. Margt býr að baki en ekki skal vanmeta áhrif loftslagsbreytinga og náttúrutaps á aukna félagslega skautun. Í óróleika heimsins virðist Ísland ekki nema örlítið krækiber í Atlantshafinu. En við búum við okkar eigin tækifæri og áskoranir. Á Íslandi er tæpur helmingurinn af villtasta prósenti Evrópu, við rekum 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, við erum fámenn með stórt efnahagskerfi og við erum hugrökk og læs á vísindi eins og sagan hefur sýnt sig.


Við horfum fram á veginn, inn í þokuna sem smám saman leysist upp. Ný ríkisstjórn og nýtt ár boða breytingar. Við rýnum inn í framtíðarþoku og gerum okkar besta við að

lesa í myndirnar sem birtast. Því það eru blikur á lofti. Maður með fasíska tilburði og

afneitari loftslagsbreytinga verður forseti Bandaríkjanna í janúar. Sá maður á sér marga viðhlæjendur, sumir áhrifamiklir og efnaðir, og áhrifa hans gætir um allan heim. Það er ógnvægnlegt.


En samtakamáttur náttúruverndara um allan heim er sterkur og veitir von. Við skulum kjarna þessa von í gleði. Góða skemmtun við lesturinn. Næsta þoka kemur í febrúar.


*Grænir drykkir eru tengslamyndunarviðburður fyrir fólk í umhverfisgeiranum sem eru jafnan haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á mismunandi stöðum. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook að hverju sinni.

 
 
Snowy Forest

Stefnt er að því að Þoka verði gefin út fyrsta fimmtudag í mánuði.


Þoka er sjálfstætt verkefni Þorgerðar Maríu
Þorbjarnardóttur og Fífu Jónsdóttur.


Ritstjórn: Þorgerður María
Hönnun og uppsetning: Fífa Jónsdóttir
Greinarnar sem birtast eru á ábyrgð höfunda.


Þoka er blað þar sem fólk getur sent inn skoðun um umhverfismál. Óski einhver þess að skrifa í bréfið getur sá hinn sami sent póst þess efnis á
greinar@thoka-blad.is

Við tökum við frjálsum framlögum!

Ef þig langar að styrkja prentið þá getur þú lagt inn á reikning Þorgerðar Maríu með skýringunni: Þoka

kt. 2704952659

Rnr. 0305-26-012704

Styrkir verða notaðir í að prenta meira og dreifa víðar

bottom of page