top of page

Einkamál vísindanna

Þorgerður M Þorbjarnardóttir, ritstjóri Þoku og formaður Landverndar


Í fjölda ára hafa vísindamenn varað við hnignun vistkerfa, loftslagsbreytingum og skaðlegum áhrifum mengunar á fólk. Margir hlutir eins og heilbrigðiseftirlit, umhverfismat, og fleira, hefur komið upp úr dúrnum og sumir hlutir batnað til muna. En vísindamennirnir benda enn á að vandinn er kerfislegur. „Wicked problem“ eins og Tómas Grétar lýsti því í fyrirlestri sínum sem nálgast má hér: https://vimeo.com/1050726548?share=copy#t=0

 

Ég skrifa þetta á áttunda degi covid veikinda. Veiru sem breiddist út m.a. vegna álags á náttúruna, þaðan sem veiran átti uppruna sinn. Í veikindunum horfði ég á þáttaseríu sem nefnist Toxic Town því ég hef fengið æði fyrir leikkonunni Aimee Lou Wood. Serían fjallar um það þegar farið var á svig við allar mengunarvarnir, til þess að hraða uppbyggingu. Serían hefur snertifleti við umhverfismálin þar sem baráttan fyrir heilbrigðu umhverfi fer fram þannig að samtök almennings taki sig saman og fari í sjálfstæða rannsókn eða dómsmál til að leita réttar síns, eða til að krefjast úrbóta. Skilaboðin um þetta tiltekna mál, um mengunarvarnir í smábænum Corby í Bretlandi, komu ekki til mín í gegn um vísindaskýrslur eða fréttir, heldur í gegn um dægurmenningu.

Ákvarðanir sem teknar eru í samfélaginu eru, þvert á það sem margir halda, ekki nema að hluta til teknar á grunni staðreynda, því staðreyndir eru alltaf túlkaðar af fólki. Vísindamenn hafa bent á að loftslagsbreytingar eru af manna völdum

 

Mannkyninu er samt ekki að takast að snúa við þróuninni. Fólki kemur ekki saman um hvernig skal gera það og alltaf virðist hægt að benda fingrum, snúa tölfræðinni sér í hag og fá almenning að hugsa um annað. Upplýsingaóreiðan verður svo til þegar hagsmunaaðilar velja sér staðreyndir til þess að hampa og skrifa sína sögu. Þá eru aðeins teknir til skoðunar ákveðnar hliðar og hlutir sjaldnast skoðaðir sem heild. En sömu staðreyndirnar geta verið túlkaðar á marga vegu. Við tökum ekki ákvarðanir byggðar á staðreyndum einum saman. Við tökum ákvarðanir út frá tilfinningum.

 

Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa og mengun eru ekki einkamál vísindamanna. Þetta er ekki bara spurning um að komast að því hvað er rétt og rangt og að afla frekari staðreynda. Heimurinn er ekki svarthvítur. David Attenborough er dagskrágerðamaður sem tileinkaði lífi sínu að koma fjölbreytileika lífsins inn á hvert heimili, inn í hjörtu fólksins. Nú er hann á tíræðisaldri, búinn að stofna instagram-reikning og farinn að búa til reel og tala fyrir pólitískri byltingu, auknum jöfnuði og sanngjarnari dreifingu ágóða af auðlindum. Náttúruunnandinn góðkunni segir að nú þurfi alla upp á dekk, og sérstaklega listamenn sem hafa töluverð áhrif á stemninguna í samfélaginu.

 

„að bjarga plánetunni er nú miðlunar-áskorun. Við vitum hvað þarf að gera, við þurfum bara viljann.“

 

„Saving our planet is now a communications challenge. We know what to do, we just need the will.“

 

-Sir David Attenborough

 
 
Snowy Forest

Stefnt er að því að Þoka verði gefin út fyrsta fimmtudag í mánuði.


Þoka er sjálfstætt verkefni Þorgerðar Maríu
Þorbjarnardóttur og Fífu Jónsdóttur.


Ritstjórn: Þorgerður María
Hönnun og uppsetning: Fífa Jónsdóttir
Greinarnar sem birtast eru á ábyrgð höfunda.


Þoka er blað þar sem fólk getur sent inn skoðun um umhverfismál. Óski einhver þess að skrifa í bréfið getur sá hinn sami sent póst þess efnis á
greinar@thoka-blad.is

Við tökum við frjálsum framlögum!

Ef þig langar að styrkja prentið þá getur þú lagt inn á reikning Þorgerðar Maríu með skýringunni: Þoka

kt. 2704952659

Rnr. 0305-26-012704

Styrkir verða notaðir í að prenta meira og dreifa víðar

bottom of page