Hækur fyrir brennandi heim
- Þorgerður María Þorbjarnardóttir
- Mar 13
- 1 min read
Updated: Mar 14
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason - ljóðskáld
I.
himnarnir opnast
appelsínugul slikja
leggst á akurinn
II.
skógurinn brennur
bræðurnir grípa hundinn
og flýja húsið
III.
við þurfum meira
maður í jakkafötum
dælir bensíni
IV.
eldur í safninu
í kvöld rignir ljóðlínum
yfir borgina
V.
krýpur á tröppunum
maður í ljósum logum
dómstóllinn sefur
VI.
frostpinni á stétt
bráðnar eins og jökullinn
barn sleikir fingur
VII.
vakir einsömul
síðasta hunangsflugan
í tómu búi